10 bestu / Kristrún Lind Birgisdóttir, skólastjóri Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum S4 E9
Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Un pódcast de Podcast Stúdíó Akureyrar
Hvað ef það væri til grunnskóli með persónulega nálgun á hvern nemanda með það að markmiði að fá eitthvað skapandi frá nemandanum og hugmyndir fremur en að veita allar upplýsingarar? Sá skóli er til og heitir Ásgarðsskóli - skóli í skýjunum. Kristrún Lind Birgisdóttir er skólastjóri skólans. Hún fer með okkur í gegnum ferlið að koma skóla á sem átti að geta höfðað til ungmenna á grunnskólaaldri. Við fórum í gegnum menntastefnu bæjarins og landsins frá A- Ö, og hvað virkilega þarf til svo að við verðum þjóð sem gætum orðið leiðandi í löndum í kringum okkur. Eða á heimsvísu. Það eru öll gögn til. Með krefjandi spurningum kemst Kristrún vel frá og svarar upp á 10 hugmyndafræði sinni. Fjölskyldan átti heima í Hong kong um tíma og það var í einni veiðiferðinni til landsins sem Bjarki eiginmaður hennar nældi í hana. Hann var ekki að veiða fisk. Þau eiga saman tvö börn. Lagalistinn hennar er valinn útfrá börnunum en byrjunarlagið er valið af þáttarstjórnanda út frá viðmælanda sínum mótaður níunda áratugnum. 80,s. Þetta er skylduáhlustun allra foreldra sem eiga barn á grunnskólaaldri. Þetta er skylduáhlustun fyrir barn og ungling á grunnskólaaldri.