10 bestu / Jón Gnarr S6 E4

Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Un pódcast de Podcast Stúdíó Akureyrar

Categorías:

Jón Gnarr hefur ekki mikinn áhuga á tónlist.  En það er læknisfræðileg ástæða fyrir því sem hann segir okkur frá.  Hann tók með sér samt 4 lög til þess að hafa eitthvað með sér í 10 bestu. 4 viðkunnarlegustu lögin heitir þátturinn að þessu sinni.    Einlægur og vel mælandi Jón Gnarr kynnir okkur nýja hlið á sér þegar hann fer með Eddukvæði og syngur þau.  Allt aðra hlið en þá sem við þekkjum.  Við komumst að þvi á hann á sér nokkuð líkt með Georg Bjarnfreðarsyni. Hann segir okkur það.  Jón sem við höfum ekki kynnst hingað til. Samband hans við föður sinn og upplifun hans á móðurmissinum.  Hann komst allt of snemma að því að hann langaði ekki að vera Borgarstjóri en þurfti að standa vaktina í 3 ár til viðbótar með afleiðingum að hljóta fyrir vikið áfallastreituröskun.  Hann vann á færibandi Volvo og setti á hurðar og bretti á 240 og 740 bílinn. Flutti svo þaðan í sænskan skóg sem náði honum.  Af hverju elskar hann Svíþjóð? Hann er kúltúrlega kántríkall sem elskar þögnina, spagettívestrana og myndirnar sem Arnold lék í.  Terminator 2 er besta mynd sem hann hefur séð. Og svo allt hitt. Jón er engum líkur.  En hér færðu allt aðra sýn á þessum einstaka karakter sem allir elska. Líka 96 ára gamall maður sem hann hittir í pottinum í vesturbæjarlauginni sem tekið hafði í höndina á Adolf Hitler.  Þú þarft bara að hlusta.  Takk fyrir að hlusta!