10 bestu / Hjalti Rúnar , leikari S4 E2

Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Un pódcast de Podcast Stúdíó Akureyrar

Categorías:

Hjalti mætti með sín 10 uppáhaldslög í Podcast stúdíó Akureyrar. Hann leikur í nýrri uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Benedikt Búálfi og leikur þar tvö stór hlutverk. Hann lék í kvikmyndinn Ikingut annað aðalhlutverkið þegar hann var aðeins 9 ára gamall og kynntist lífinu almennilega meðan á því stóð. Hann er tilfinningavera og þorir að tala um þær. Einu sinni mótmælti hann því að vera skutlað í sund og taldi hann bílstjórann ætla að kála sér. Hann mótmælti alltaf á fimmtudögum á skólalóðinni. Hann er sonur fyrrverandi leikhússtjóra LA og leikstjóra kvikmyndarinnar Regínu, Maríu og Bróa Ben. Hjalti er hálfbróðir Eyvindar Karlssonar.  Í bland við þennan frábæra 10 laga lista sem þessi frábæri listamaður mætti með, kom margt upp á yfirborðið hjá honum.  Meðal annars gömul skólaást sem hann telur sig vera kominn yfir en lagði hann í ástarsorg aðeins 13 ára gamall.  Hlustaðu á þetta frábært viðtal við jákvæðann Hjalta Rúnar Jónsson.